Framtaksverkefni frá þvottaefnaiðnaðinum til að ýta undir örugga notkun á fljótandi þvottaefnahylkjum í Evrópu.

Öryggisábendingar

Geymið ávallt fljótandi þvottaefnahylki þar sem börn ná ekki til

Fljótandi þvottaefnahylki eru vörur sem aðstoða þig við að nota rétt magn af þvottaefni sem hentar þvotti þínum; þau eru notuð daglega af milljónum neytenda.Þau eru örugg á meðan þau eru notuð eins og ætlast er og lýst er á umbúðum vörunnar. Þau skal geyma á öruggum stað fyrir og eftir notkun og ávallt þar sem börn ná ekki til.Fyrirtækin sem markaðssetja þessar vörur er umhugað um öryggi ykkar og leiðbeiningar á umbúðum þeirra eru veittar til að tryggja örugga notkun vara þeirra fyrir fjölskyldu ykkar.

Öryggisábendingar

Fyrir fljótandi þvottaefnahylki skal beita eftirfarandi ráðleggingum varðandi örugga notkun:

- Lestu ávallt miðann
- Þegar fljótandi þvottaefnahylki eru meðhöndluð skal tryggja að hendur séu þurrar
- Aldrei skal gera gat á, brjóta eða skera í fljótandi þvottaefnahylki
- Settu hylkin beint í trommluna á þvottavélinni
- Lokaðu ávallt lokinu á pokanum á viðeigandi máta og geymið þar sem börn ná ekki til

 • Geymið þar sem börn ná ekki til.
 • Forðist að efnið fari í augu. Ef það gerist, skolið vandlega með vatni.
 • Neytið ekki. Ef efnisins er neytt skal leita ráða hjá lækni.
 • Ekki stinga gat á, brjóta eða klippa.
 • Lokið lokinu kyrfilega.
 • Lokaðu pokanum rétt.
 • Notið með þurrar hendur.

Öryggisábendingar

Ef um skaðleg áhrif er að ræða

- Sýndu stillingu
- Finndu neyðarupplýsingarnar á miðanum
- Fylgdu leiðbeiningum varðandi skyndihjálp fyrir fljótandi þvottaefnahylki: 

Við inntöku: 

- Ekki láta vökann ofan í þig
- Ekki kalla fram uppköst (slíkt getur gert hlutina verri) 
- Ekki hefja lyfjagjöf sjálf/ur
- Hringdu í lækni

Við snertingu í augu eða húð: 

- Skolaðu vandlega með hreinu vatni
- Fjarlægðu tafarlaust linsur (ef/þegar sjúklingur gengur með slíkar) 
- Hafðu samband við lækni ef erting eða sársauki er viðvarandi

Í vafatilvikum skal hringja í lækni eða eiturefnamiðstöð eða fara á sjúkrahús.

Eiturefnamiðstöðvar

> Reykjavik

Öryggisábendingar

Við neyðartilvik

Vertu reiðubúin/n að veita lækni eftirfarandi upplýsingar:

- Hvaða vöru hefur verið kyngt eða skvest í augun 
- Hve mikið af vörunni hefur verið kyngt eða skvest í augun
- Hvenær var vörunni kyngt eða skvettist í augun
- Einkennin
- Skyndihjálp framkvæmd
- Aldur og/eða þyngd sjúklingsins
- Þekkt ofnæmi

Láttu upplýsingarnar ganga

Gakktu til liðs við herferð okkar

Sýndu stuðning þinn - bættu innsigli um örugga notkun á notendalýsingu þína

Deildu herferðinni á Facebook, Twitter eða Pinterest og nældu þér í innsigli til að sýna stuðning þinn!

Láttu vini þína vita af herferðinni 

Sendu tölvupóst til annarra foreldra og umönnunaraðila.


Vinsamlegast aðstoðaðu okkur við að upplýsa aðra foreldra og umönnunaraðila!

Prentaðu bæklinginn og dreifðu honum á skrifstofu þinni, leikskóla/ barnaspítala eða barnalæknastöð.


Samstarfsaðilar

Að baki herferðarinnar

Evrópska herferðin „Geymið hylki fjarri börnum“ er framtaksverkefni International Association for Soaps, Detergents and Maintenance Products (A.I.S.E.) fyrir hönd þvottaefnaiðnaðarins.

A.I.S.E. er stutt af víðtæku neti landssamtaka.

„Geymið hylki fjarri börnum“ er stutt af:

 • Aðalstyrktaraðili
 • Aðalstyrktaraðili
 • Styrktaraðili
 • Aðalstyrktaraðili

Geymið hylki fjarri börnum fagnar samstarfi við marga smásöluaðila, birgja og stofnanir

 • Supporter

  Stofnun
 • Supporter

  Stofnun